Hryllingsbíó

Í tilefni daga myrkurs verður hryllingsbíó í fjárhúsunum á Teigarhorni þann 5. nóvember. Hryllingsmynd verður sýnd á breiðtjaldi og hefst myndin kl: 20:00. Boðið verður upp á popp og ískalt gos með.
Hafa ber í huga að myndin er bönnuð innan 16 ára.
Við minnum á að engin hiti er í húsinu og gott að vera vel klæddur, með teppi og ekki verra að hafa heita hressingu með.

In celebration of days of darkness, a horror movie will be shown on the big screen in the barn at Teigarhorn on friday the 5th of november. The movie starts at 20:00 and there will be some popcorn and soda to enjoy with it.
Note that the movie is R rated and not suited for children under 16.
We remind you that the barn is not heated so bring warm clothes and blankets and maybe something warm to drink.

Í skugganum.

Ljósmyndasýning um 10 kveinljósmyndara sem lögðu fyrir sig ljósmyndun víðsvegar um Evrópu verður opnuð í þjóðminjasafninu næstkomandi laugardag. Þar ber meðal annar á að líta verk Nicoline Weywadt sem var fyrst kvenna á íslandi til að starfa við ljósmyndun og bjó alla sýna ævi á Teigarhorni. Sýningin nokkurskonar farandsýning sem hefur farið um Danmörku frá því apríl í fyrra.  Hlekk á síðu Þjóðminjasafnsins má finna hér að neðan

https://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/sersyningar/syningar-framundan/i-skugganum

Sprengiefni finnst á landi Teigarhorns.

Forvitnin drap köttinn !

Ýmislegt skolast hér upp í fjörur við Íslandsstrendur sem hefur komið okkur íslendingum að gegni í gegnum tíðina. Þó flest hafi komið okkur að gagni er þó nokkuð um hættulega hluti sem ber að varast. Viðbrögð við slíkum fundi á ætið að vera að hafa samband við Landhelgisgæsluna. Þegar grunur leikur á því að um sprengiefni sé að ræða skal forðast að snerta slíka hluti því þar getur verið um að ræða ýmis efni sem almenningur kann ekki skil á.

Á landi Teigarhorns fannst nú á dögunum grunsamlegur járnkassi merktur 1.4 explosive. Landvörður tilkynnti gripinn til Landhelgisgæslunnar. Innan við 2 tíma frá tilkynningu var lögreglan kominn á svæðið að vakta gripinn og 6 tímum frá tilkynningu voru tveir sprengjusérfæðingar mættir austur til að eyða sprengiefnunum sem í kassanum voru.
Í þessu tilviki gat verið um hvítan fossfor að ræða sem er bæði eitraður og það getur myndast sjálfs íkveikihætta þegar efnið kemst í snertingu við súrefni. Með engu móti er hægt að slökkva í hvítum fossfor og aðeins hægt að bíða eftir því að eldsneytið brenni út.
Fyrir rétt viðbrögð var okkur sem að þessu komu launað með smá sprengi sýningu þar sem þeir sprengdu efnið upp á viðeigandi stað.

62219033_2351051488506397_2035957078333325312_n.jpg62424184_618580685277092_712968565455585280_n.jpg

Alþjóðlegi dagur fjalla

Í dag er alþjóðlegi dagur fjalla og ekki úr vegi að virða fyrir okkur eina af perlum Djúpavogshrepps. Mér er það minnistætt er ég átti hér leið hjá sem krakki, hvað þetta fjall sat sem brennt í minnið mitt, tignarlegt, fallegt og um leið dularfullt. Seinna áttum við hjúin leið hér um og aftur vöknuðu þessi sömu hughrif og betri helmingurinn hafði á orði að þetta væri fallegasta fjall á Íslandi. Eins og í fjársjóðskistli stendur Búlandstindurinn upp úr fjalladýrðinni sem umlykur hann í allar áttir.

Á degi fjalla er það ekki bara fegurðin sem við getum leitt hugann að þegar við lítum til fjalla. Þessi fyrirbæri gera meira fyrir okkur en hrífa augað, við eigum þessum fjöllum að þakka um 60 til 80 % af öllu ferskvatni í heiminum. Þau skýla okkur fyrir óveðrum. Við eigum þeim líka að þakka um helming af líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar. Um fjórðung fjölbreytileikans er háður fjöllum. Við eigum einnig að þakka þeim fyrir blessaðan túrismann sem sækir í auknum mæli á fjöll hér á landi sem og annarstaðar.

Um leið og máttur okkar til að binda öfl náttúrunnar eykst þá stækkar ábyrgð okkar gagnvart henni. Fjöllin kunna að virðast stór og áhaggandi en eru þó aðeins einn stór hlekkur sem stendur og fellur með öðrum hlekkjum náttúrunnar.

http://www.un.org/en/events/mountainday/

Photo 09-12-2018, 13 50 55

Flöskuskeyti

Landvörður finnur flöskuskeyti í fjörum Teigarhorns sunnudaginn 30 september.  Það væri gaman ef fréttir þess efnis kæmust til sendanda. Við leyfum því að fljóta héðan inn í alnetið og vonum hið besta.

Norræn strandhreinsun 2018

Annað árið í röð taka Norðurlöndin höndum saman og skipuleggja strandhreinsun þann 5. maí.

Hingað komu 2018-05-05 13.46.42.jpgháskólanemar úr University of British Columbia og tóku til hendinni hér í fjörum Teigarhorns. Í fyrstu var farið í Bæjarfjöru þar sem haft var á orði að meira rusl væri að skapast af einota hönskum þeirra og plastpokum en því litla rusli sem væri að finna í þeirri fjöru. Í Gamlabæjarfjöru var tekin vísindaleg uppmæling á 10×100 metra svæði og það hreinsað og skráð skipulega niður hvað fyndist. Það leit í fljótu bragði út fyrir að það væri mjög lítið rusl þar að finna en undir rofabarði fannst net sem reyndist svo vera ansi stórt. Nemendurnir, landverði til mikillar gleði, lögðu sig alla fram við að ná þessu neti undan barðinu sem var orðið mjög samvaxið við netið. Þetta reyndist vera heljarinnar net eins og sjá má á myndum hér að neðan.

Með þátttöku þessara vösku nema erum við enn nærri því að hafa hér hreinar strendur og vona ég að plokk okkar Íslendinga verði til þess að einn daginn verði sú dægradvöl óþörf.

Landvörður Teigarhorns þakkar kærlega fyrir sig.

2018-05-05 14.34.23.jpg2018-05-05 13.51.06.jpg

Úrkomumælingar hafna á ný.

Í marga áratugi voru veðurathuganir skráðar á Teigarhorni. Fyrst um sinn voru þetta huglægar athuganir þeirra sem þær skráðu en með tíð og tíma fóru menn að notast við nýjustu tækni hvers tíma til að skrá þessar mælingar. Úrkomumælingar lögðust niður um tíma hér á Teigarhorni en hafa nú verið endurvaknar. Notast er við aðferð sem lengi hefur verið viðurkennd og kallar á natni og nákvæmni þess er mælir. Stöðina sem notuð er við úrkomumælingar er á túninu fyrir framan heimahúsin. við vonum að þessari hefði útkomumælinga verði viðhaldið um ókominn tíma þó ekki nema til minnis og virðingar um sögu þessa staðar sem veðurstöð.

Teigarhorn.is opnað

Nú hefur þessi síða fengið lénið teigarhorn.is og vinnu við síðuna er lokið í bili. Unnið er þó að því að safna upplýsingum um ýmis atriði og munu þær upplýsingar verða aðgengilegar hér á síðunni þegar þær eru tilbúnar. Ef einhverjar spurningar vakna eða athugasemdir, ekki hika þá við aað hafa samband í tölvupósti. 

Landvörður