Búlandstindur

Búlandstindur er 1069 metra hátt basaltfjall í Djúpavogshreppi og er talinn vera um 8 milljón ára gamall. Búlandstindur þykir almennt vera í hópi formfegurstu fjall á Íslandi og sumir trúa því að Búlandstindur sé orkustöð. Búið er að stika gönguleið upp Búlandstind, leið 14a. Hér á kortinu fyrir neðan er hægt að sjá þá gönguleið.…

Read more Búlandstindur

Ljósmyndun

Bærinn Teigarhorn við Berufjörð skipar sérstakan sess í sögu íslenskrar ljósmyndunar. Þar störfuðu tveir ljósmyndarar, þær Nicoline Weywadt, sem hóf störf við ljósmyndum 1872, fyrst kvenna á Íslandi og systurdóttir hennar, Hansína Björnsdóttir, en hún tók við þegar Nicoline hætti um 1902.  

Read more Ljósmyndun

Geislasteinasafnið

Á Teigarhorni er steindasafn, þar sem hægt er að skoða þær steindir sem finnast á Teigarhorni. Örfáir steinar eru annarstaðar frá og eru þeir þá gjafir eða til að sýna mismun steinda. Safnið er opið eftir samkomulagi um vetrartíman og leitast er við því að opna það er gestir koma í heimsókn en opnunartímar á sumrin…

Read more Geislasteinasafnið

Rannsóknir

Rannsóknir á Teigarhorni eða sem tengjast Teigarhorni. Geislastienar (zeolítar), jöklanir og veðurfar. Þessi síða verður uppfærð reglulega og gerð aðgengilegri er tími gefst til.

Read more Rannsóknir

Waywadt og fjölskylda

Niels Peter Emil Weywadt (1814-1883) var forstöðumaður Ørum & Wulff´s verslunarinnar við Djúpavog. Hann átti fjölda barna og næstelst þeirra var Nicoline (1848-1921) sem lærði myndasmíði í Kaupmannahöfn fyrst kvenna á Íslandi. Nicoline stýrði búi að föður sínum látnum og reisti við húsið ljósmyndaskúr, þar sem hún starfaði að iðn sinni. Hún var einn snjallasti ljósmyndari…

Read more Waywadt og fjölskylda

Fornleifar og minjar

Árið 2015 gerði Fornleifastofnun Íslands mjög ýtarlega fornleifaskráningu á jörðinni, en minjar eldri en 100 ára teljast til fornleifa. Áður hafði verið unnin deiliskráning á fornleifum þar sem 25 minjar voru skráðar. Samtals voru skráðar 66 fornleifar í landi Teigarhorns árið 2015, sem er mikil aukning og eru flestar þeirra í eða við heimatúnið. Það…

Read more Fornleifar og minjar

Veiði og veiðileyfi

Góð síðsumarsveiði á silung er í Búlandsá, en einnig er möguleiki að fá lax þó hann sé lítill. Hægt er að verða sér út um veiðileyfi hjá landverði í síma 853 4676 eða með tölvupósti og eru leyfðar tvær stangir á dag. Veiðistaðirnir eru átta og fylgist landvörður með veiði. Vinsamlegast skráið niður afla og…

Read more Veiði og veiðileyfi

Veður og veðurathuganir

Veðurathuganir hafa verið stundaðar að Teigarhorni í marga áratugi. Fyrst voru veðurskráningarnar eftir tilfinningu þess er skráir, seinna voru settir upp mælar til veðurathuganna. Hæsti viðurkendi mældi hiti sem mælst hefur á Íslandi mældist á Teigarhorni eða 30,5°C þó á Teigarhorn einnig hæsta óviðurkennda mælda hita 36,0°C. Fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um þessi…

Read more Veður og veðurathuganir