Teigarhorn við Berufjörð er friðlýst sem fólkvangur og hluti jarðarinnar er náttúruvætti, á svæðinu starfar landvörður sem vaktar svæðið og veitir allar helstu upplýsingar. Innan marka jarðarinnar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum.

Hægt er að lesa um jarðfræði svæðisins með því að ýta hér.

Geislasteinana er hægt að skoða bæði á steindasafni Teigarhorns og þar sem þeir koma fyrir í sjávarklettum, en uppbyggðir göngustígar leiða gesti um svæðið. Ólöglegt er að hrófla við steindum sem og fjarlægja þær sem fallið hafa úr klettum, einnig er ólöglegt að flytja þær úr landi.

Teigarhorn úr þyrlunni

Teigarhorn er einnig þekkt fyrir atvinnu- og menningarsögu. Þar stendur Weywadthús sem byggt var af Níels P.E. Weywadt, faktor á Djúpavogi, á árunum 1880-1882. Húsið er nú hluti af Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Dóttir Níels, Nicoline Weywadt, var fyrst íslenskra kvenna til að nema ljósmyndun og starfrækti ljósmyndastofu á Teigarhorni. Um árið 1902 tók systurdóttir hennar við Hansína Björnsdóttir við ljósmyndastofunni og eftir þær tvær liggja ómetanlegar heimildir um ljósmyndun á Íslandi og mannlíf á austurlandi. Teigarhorn á óslegið 30,5°C hitamet Íslands og einnig óstaðfest hitamet 36°C.

Ýmsar gönguleiðir eru á svæðinu, en eftirfarandi kort sýna þær flestar.

GönguleiðirCappi

Hér er einnig pdf skjal (820kb) sem sýnir gönguleiðaskiltið sem er inni í Búlandsdal.

Búlandstindur og Klofskarð

Hefur þú eitthvað að segja um þetta?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s