Niels Peter Emil Weywadt (1814-1883) var forstöðumaður Ørum & Wulff´s verslunarinnar við Djúpavog. Hann átti fjölda barna og næstelst þeirra var Nicoline (1848-1921) sem lærði myndasmíði í Kaupmannahöfn fyrst kvenna á Íslandi. Nicoline stýrði búi að föður sínum látnum og reisti við húsið ljósmyndaskúr, þar sem hún starfaði að iðn sinni. Hún var einn snjallasti ljósmyndari landsins, og er plötusafn hennar og ýmis áhöld til ljósmyndunar varðveitt í Þjóðminjasafninu. Hjá Nicoline lærði ljósmyndun frænka hennar Hansína Regína Björnsdóttir (1884-1973).

Gamla íbúðarhúsið á Teigarhorni var byggt fyrir Weywadt-kaupmannsfjölskylduna á árunum 1880-82. Húsið er undir dönskum áhrifum og voru útveggir og þak upphaflega pappaklædd, sem var mjög fátítt hér á landi á þessum tíma. Steinhlaðinn kjallari er undir húsinu og portbyggð hæð ofan á jarðhæð, en geymsluloft í risi. Grunnflötur hússins er um 65 fermetrar að stærð. Búið var í húsinu til 1988, og árið 1992 var það tekið í vörslu Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands. Unnið var að viðamiklum viðgerðum skömmu síðar. Unnið er að því er að því að endurreisa ljósmyndaskúrinn.

Fengið að mestu leiti Lesbók Morgunblaðsins

Eftirfarandi myndir eru úr Tímanum Sunnudagsblaði 8. apríl 1962 (tengill hér)

11505715-111505719-111505724-111505729-111505733-1

Eftirfarandi er úr Lesbók Morgunblaðsins, sunnudaginn 12. mars 1944.

16163038-116163042-116163045-116163049-116163091-1