Góð síðsumarsveiði á silung er í Búlandsá, en einnig er möguleiki að fá lax þó hann sé lítill. Hægt er að verða sér út um veiðileyfi hjá landverði í síma 869-6550 eða með tölvupósti og eru leyfðar tvær stangir á dag. Hver stöng kostar 4000kr
Veiðistaðirnir eru sjö og fylgist landvörður með veiði. Hafa ber í huga að hluti ánnar er friðlýst náttúruvætti og umgangast ber hana með það að leiðarljósi.
Vinsamlegast skráið niður afla og komið til landvarðar eða sendið á teigarhorn (hja) mulathing.is
Kort af veiðisvæðinu er hér að neðan: