Árið 2015 gerði Fornleifastofnun Íslands mjög ýtarlega fornleifaskráningu á jörðinni, en minjar eldri en 100 ára teljast til fornleifa. Áður hafði verið unnin deiliskráning á fornleifum þar sem 25 minjar voru skráðar. Samtals voru skráðar 66 fornleifar í landi Teigarhorns árið 2015, sem er mikil aukning og eru flestar þeirra í eða við heimatúnið. Það svæði var þrautgengið og var því ýtarlegar skráð, en á fjærsvæðunum var farið á þá staði sem vitneskja hefur fengist í heimildum um að eitthvað sé að finna. Því gæti vel verið að það séu fleiri fornleifar en þessar 66 í landi Teigarhorns.

Fornleifaskráninguna má finna hér og hér.

 

Hér er hægt að sjá myndir af ýmsum munum frá Teigarhorni.