Viss svæði á Teigarhorni eru lokuð vegna Æðarvarps í maí og júní.
Þessi svæði eru fyrir neðan veg frá Innri Gamlabæjarfjöru að Selatanga. Nánari útlistanir eru á kortunum hér að neðan.
Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.
Friðlýst er æðarvarp í landi jarðarinnar Teigarhorni, Djúpavogshreppi. Svæðið nær frá ósum Búlandsár að innan, að Háuklettum, sem eru neðan íbúðarhúsið að Teigarhorni, að utan, að ofan markast svæðið af þjóðvegi nr. 1 og að neðan af hafinu. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði. Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Eskifjörður, 6. nóvember 2017 f.h. sýslumannsins á Austurlandi Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi