Tóft hjallur

SM-239:030

Tóft af hjalli er um 230m suðaustan við bæjarhól 001 og um 160m norðaustan við íbúðarhús Weywadt frá 1880.Hjallurinn er á landföstu skeri en stóran hluta af grandanum sem er á milli skers og lands tók af í aftakaveðri á 6.áratug 20.aldar.Til eru gamlar ótímasettar ljósmyndir af hjallinum á Sarpi (menningarsögulega gagnasafni).

Hjallurinn er á grónu landföstu skeri sem hefur brattar hlíðar en frekar sléttlent efst.

Tóftin er 7x6m að stærð og snýr norður-suður.Hún samanstendur af tveimur grjóthlöðnum og samsíða veggjum og eru 3m á milli.Vegghleðslurnar eru nokkuð signar, sér í lagi vestari veggurinn. Eystri veggurinn er um 120cm á hæð (í honum sjást 8 umför) en vestari veggurinn um 90cm á hæð (4-5 umför).Vegghleðslur eru úr nokkuð


misstóru grjóti.Sunnarlega á milli veggjanna má greina steinlögn og má vera að hún sé ummerki eftir einhverja skiptinu eða gafl á hjallinum.Á gömlum ljósmyndum af hjallinum má sjá að umhverfis hann var hlaðinn garður.Ummerki eftir hann eru mikið til horfin en þó má sjá vott af yfirgróinni stétt vestan og sunnan við hjallin sem vera kunna leifar af þessum garði.Jafnvel er einnig vottur af slíkri steinlögn austan við hjallinn.

Hættumat: hætta, vegna rofs

Heimildir: www.sarpur.is

Heimildir:Fornleifaskráning í landi Teigarhorns SM-239:030