Norræn strandhreinsun 2018

Annað árið í röð taka Norðurlöndin höndum saman og skipuleggja strandhreinsun þann 5. maí.

Hingað komu 2018-05-05 13.46.42.jpgháskólanemar úr University of British Columbia og tóku til hendinni hér í fjörum Teigarhorns. Í fyrstu var farið í Bæjarfjöru þar sem haft var á orði að meira rusl væri að skapast af einota hönskum þeirra og plastpokum en því litla rusli sem væri að finna í þeirri fjöru. Í Gamlabæjarfjöru var tekin vísindaleg uppmæling á 10×100 metra svæði og það hreinsað og skráð skipulega niður hvað fyndist. Það leit í fljótu bragði út fyrir að það væri mjög lítið rusl þar að finna en undir rofabarði fannst net sem reyndist svo vera ansi stórt. Nemendurnir, landverði til mikillar gleði, lögðu sig alla fram við að ná þessu neti undan barðinu sem var orðið mjög samvaxið við netið. Þetta reyndist vera heljarinnar net eins og sjá má á myndum hér að neðan.

Með þátttöku þessara vösku nema erum við enn nærri því að hafa hér hreinar strendur og vona ég að plokk okkar Íslendinga verði til þess að einn daginn verði sú dægradvöl óþörf.

Landvörður Teigarhorns þakkar kærlega fyrir sig.

2018-05-05 14.34.23.jpg2018-05-05 13.51.06.jpg