Í marga áratugi voru veðurathuganir skráðar á Teigarhorni. Fyrst um sinn voru þetta huglægar athuganir þeirra sem þær skráðu en með tíð og tíma fóru menn að notast við nýjustu tækni hvers tíma til að skrá þessar mælingar. Úrkomumælingar lögðust niður um tíma hér á Teigarhorni en hafa nú verið endurvaknar. Notast er við aðferð sem lengi hefur verið viðurkennd og kallar á natni og nákvæmni þess er mælir. Stöðina sem notuð er við úrkomumælingar er á túninu fyrir framan heimahúsin. við vonum að þessari hefði útkomumælinga verði viðhaldið um ókominn tíma þó ekki nema til minnis og virðingar um sögu þessa staðar sem veðurstöð.