Alþjóðlegi dagur fjalla

Í dag er alþjóðlegi dagur fjalla og ekki úr vegi að virða fyrir okkur eina af perlum Djúpavogshrepps. Mér er það minnistætt er ég átti hér leið hjá sem krakki, hvað þetta fjall sat sem brennt í minnið mitt, tignarlegt, fallegt og um leið dularfullt. Seinna áttum við hjúin leið hér um og aftur vöknuðu þessi sömu hughrif og betri helmingurinn hafði á orði að þetta væri fallegasta fjall á Íslandi. Eins og í fjársjóðskistli stendur Búlandstindurinn upp úr fjalladýrðinni sem umlykur hann í allar áttir.

Á degi fjalla er það ekki bara fegurðin sem við getum leitt hugann að þegar við lítum til fjalla. Þessi fyrirbæri gera meira fyrir okkur en hrífa augað, við eigum þessum fjöllum að þakka um 60 til 80 % af öllu ferskvatni í heiminum. Þau skýla okkur fyrir óveðrum. Við eigum þeim líka að þakka um helming af líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar. Um fjórðung fjölbreytileikans er háður fjöllum. Við eigum einnig að þakka þeim fyrir blessaðan túrismann sem sækir í auknum mæli á fjöll hér á landi sem og annarstaðar.

Um leið og máttur okkar til að binda öfl náttúrunnar eykst þá stækkar ábyrgð okkar gagnvart henni. Fjöllin kunna að virðast stór og áhaggandi en eru þó aðeins einn stór hlekkur sem stendur og fellur með öðrum hlekkjum náttúrunnar.

http://www.un.org/en/events/mountainday/

Photo 09-12-2018, 13 50 55