Á Teigarhorni er steindasafn, þar sem hægt er að skoða þær steindir sem finnast á Teigarhorni. Örfáir steinar eru annarstaðar frá og eru þeir þá gjafir eða til að sýna mismun steinda.
Safnið er opið eftir samkomulagi um vetrartíman og leitast er við því að opna það er gestir koma í heimsókn en opnunartímar á sumrin eru auglýstir í glugga safnsins.
Helstu steindir sem sjá má í safninu eru eftirfarandi. Með því að ýta á myndirnar má fá upplýsingar um hvern kristal.