Sprengiefni finnst á landi Teigarhorns.

Forvitnin drap köttinn !

Ýmislegt skolast hér upp í fjörur við Íslandsstrendur sem hefur komið okkur íslendingum að gegni í gegnum tíðina. Þó flest hafi komið okkur að gagni er þó nokkuð um hættulega hluti sem ber að varast. Viðbrögð við slíkum fundi á ætið að vera að hafa samband við Landhelgisgæsluna. Þegar grunur leikur á því að um sprengiefni sé að ræða skal forðast að snerta slíka hluti því þar getur verið um að ræða ýmis efni sem almenningur kann ekki skil á.

Á landi Teigarhorns fannst nú á dögunum grunsamlegur járnkassi merktur 1.4 explosive. Landvörður tilkynnti gripinn til Landhelgisgæslunnar. Innan við 2 tíma frá tilkynningu var lögreglan kominn á svæðið að vakta gripinn og 6 tímum frá tilkynningu voru tveir sprengjusérfæðingar mættir austur til að eyða sprengiefnunum sem í kassanum voru.
Í þessu tilviki gat verið um hvítan fossfor að ræða sem er bæði eitraður og það getur myndast sjálfs íkveikihætta þegar efnið kemst í snertingu við súrefni. Með engu móti er hægt að slökkva í hvítum fossfor og aðeins hægt að bíða eftir því að eldsneytið brenni út.
Fyrir rétt viðbrögð var okkur sem að þessu komu launað með smá sprengi sýningu þar sem þeir sprengdu efnið upp á viðeigandi stað.

62219033_2351051488506397_2035957078333325312_n.jpg62424184_618580685277092_712968565455585280_n.jpg