Tundurdufl – brunnur

Brunnfjara brunnur 64°40.609N 14°20.626V Inn og niður af Teigarhornsbænum er Brunnfjara og í henni lítill stapi. Fjaran er kennd við góðan brunn í túninu,“ segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá 1919. Hann er um 50 m norðaustan við hús 002 og um 250 m suðaustan við bæ 001. Þessi brunnur var að líkindum ekki gerður fyrr en eftir að bærinn var fluttur af gamla bæjarstæðinu 001 undir lok 19. aldar. Ekki er vitað hvar brunnurinn var áður en bærinn var fluttur. Brunnurinn er í túni, þeim hluta þess sem kominn er í órækt. Hann er í aflíðandi halla til austurs, í átt að sjávarbakkanum. Frá brunninum liggur rás fram á bakkann sem myndast hefur af vatnsrennsli úr brunninum. Ofan í brunninum er skel af gömlu tundurdufli sem hefur verið þar lengi og af þeim sökum sést ekki ofan í brunninn. Hann hefur að öllum líkindum verið grjóthlaðinn en ekki er vitað hversu djúpur eða breiður hann var. Hættumat: hætta, vegna framkvæmda Heimildir:Ö-Teigarhorn, 1; Túnakort 1919

Heimild: SM-239:017 fornleyfaskráning í landi Teigarhorns 2015