Hákarlaveiðar hafa verið stundaðar á íslandi frá fjórtándu öld og þá veiddur lengst af á opnum skipum víða um land. Oftast var farið að vetri til og gátu menn þurft þola útlegu alt að tveim vikum. Um 1900 fóru menn að notast við olíu í stað lýsis til lýsingar í borgum, féllu þá veiðar mjög hratt niður sem höfðu verið blómlegar í um 150 ár.
Hákarlinn hefur ekkert þvagkerfi sem veldur því að þegar hann er drepinn tekur þvagið að brotna niður og myndar þá ákveðna tegund ammoníaks. Nái það að flæða í nægilegu magni um kjötið er hætt við því að það verði lífshættulegt til manneldis. Ein lausnin við þessu er að láta hákarlinn gerjast í moldar eða malargrifjum í einn til þrjá mánuði áður en hann er hengdur upp til þurrkunar. Ef fiskurinn er blóðgaður strax og þvagefnaríkt blóðið nær ekki að menga kjötið er mögulegt að borða það nokkur ferskt. Megnið af hákarlinum var nýtt til matar og má þar nefna að brjóskið var oft brytjað niður í bita og soðið og geymt í mjólkursýru, þótti það lostæti. Magar þeirra voru einnig notaðir í sláturgerð líkt og kindavambir.
Við veiðar var notast við beitu af öllum sortum, þar má nefna hrossakjöt í heilum skrokkum innmatur þeirra unnin eftir kúnstarinnar reglum sem voru misjafnar eftir landshlutum. Einkenndust þær þú mikið af því að ná sem megnustu lyktinni fram sem sagt var að læddi hákarlinn að. Selshausar voru mikið notaðir og þá þóttu þeir bestir ef þeir voru af kópum með opin augun.
Í dag er lítið um veiðar á hárkarl við íslandsstrendur en megnið af því sem veitt er í dag er notað í lýsi og þorramat.

Úr skýrslu Fornleifastofnun íslands 2015
SM-239:029
Hákarlagryfjur eru um 180m suðaustan við bæjarhól 001 og 130m norðaustan við íbúðarhús Weywadt sem byggt var 1880. Minjastaðurinn er fremst á sjávarbakka, allur gróinn grasi. Göngustígur var lagður þétt vestan við minjastaðinn 2014.
Gryfjurnar eru fjórar á svæði sem er 15×8 m að stærð og snýr í norður-suður. Þrjár nyrstu gryfjurnar hafa ekkert ytra byrði (eru bara niðurgröftur) en sú syðsta sker sig frá hinum og lítur helst út eins og helmingur af tóft sem mikið rof er komið í. Nyrsta gryfjan er um 2m í þvermál og um 80cm djúp. Rúmum 1m suðaustan við hana er önnur gryfja sem er 2x1m að stærð og um 70cm djúp. Um 2,5m beint suður af nyrstu gryfjunni er þriðja gryfjan um 1x1m að stærð og er hún um 40cm djúp. Syðst er svo gryfja sem er um 2×1,5 að stærð og um 50cm að dýpt en umhverfis hana er gróinn (60cm hár) uppmokstrakantur sem minnir þó mest á vegghleðslu. Umfang syðstu gryfjunnar í heild er því um 5x4m.
Hættumat: hætta, vegna framkvæmda